Færsluflokkur: Bloggar

Áfram GT með hjálp ríki og borgar.

Það er alveg ótrúlegt hvað þetta kompaní hefur komist langt með aðstoð ríkis,borgar og stóru skipafélaganna gömlu ofl.Það virðist ekki skipta máli hjá þessum aðilum,sem versla við þá,hvort það sé unnið eftir almennum reglum.Bara tekið það ódýrasta.Í fyrra lenti ég í því að bjarga þessum greijum sem voru að keyra fyrir þá og í eitt skiptið blöskraði mér alveg dekkjabúnaðurinn hjá þeim,þar sem allt var orðið þversum á þjóðvegi eitt,að ég kallaði til lögreglu.Þá held ég að Letta greiið fengið loks snjódekk undir bílinn


mbl.is Starfsmenn GT verktaka að kanna réttarstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið helgi alstaðar.

Nú eru allir komnir til sín heima eftir erviði helgarinnar.Jónínu gekk bara vel í verslunarrallinu í Montreal og kom hún þaðan seint í gærköldi.

Bára var allann laugardaginn að elta hross norður í Hjaltadal og er ástandið nú þannig að hún er farin að leita sér að hesthúsi.

Smalamenskur gengu bara vel í Hrútó og skilaði nánast alt fé sér niður.Veður var með besta móti og vona ég bara að það haldist þannig að það fé skilaði sér ekki verði ekki fyrir skaða.

Á sunnudaginn fórum við Kiddi,Siggi Rögg og Elli,gamall vinnufélagi,upp í Hveraborg til að gera klárt fyrir veturinn.Farið var yfir hurðir og glugga,en húsið er frá Eistlandi og alltaf að koma betur og betur í ljós afhverju það kostaði ekki mikið.Var potturinn þrifinn og farið í bað áður en farið var heim.


Allir á faraldsfæti og réttdræpir Borgfirðingar

Nú em helgina verður fjölskildan vítt og breitt um heiminn.Bára fer norður í Hjaltadal að hjálpa skagfirðingum að smala trippum,en allt í einu tendraðist áhugi að eltast við grasbíta þar sem stutt er í sveitaball.

Jónína er búinn að bíða síðan í vor að fara með LC konum til Montreal og versla neðanjarðar.Ekki skil ég pælinguna í því þar sem mér skilst að borgin sé ekki síðri ofanjarðar.

Ég,Sjöfn og Kristjana förum svo í Hrútafjörðinn að hreinsa óðalið af óæskilegu fé sem safnast hefur saman þar í sumar og koma því í skilarétt.Vonast ég bara eftir því að ær frá Arnarstapa á Mýrum hafi vilst norður,því stlíkir Borgfirðinar eru réttdræpir í Hrútó og þokkalegir til átu.


Bjórfé fór allt í kirkju.

Stundum gleymi ég því helsta sem er að gerast í hring um mig.Tuða eða nöldra ég um hluti sem skipta ekki máli.En um daginn átti mamma afmæli og tilefni dagsins brugðum við okkur til danaveldis.Það voru flest börnin nema Edda sem komst ekki með vegna anna og þegar hópurinn er stór er ekki hægt að reikna með að allir komist með,einnig komst Ottó hennar Ingu ekki með.Eiríkur,bróðir pabba,skelti sér með,en hann hafði aldrei komið til Köben áður.Lagt var af stað eftir vinnu þann 14 sl. og ekki gert meira þann daginn.Eftir morgunverð á laugardaginn var farið á íslendingaslóðir með leiðsögn Guðlaugs Arasonar og var það hin mesta skemtun og seinni partinn var farið á Calsberg safnið og það skoðað og þar lentum við drykkjufólkið í hinum mestu vandræðum með að klára þann bjór sem okkur sett fyrir að drekka.Sunnudagurinn birjaði rólega með lífvarðakiptum hjá Amelíu og eftir það var farið í siglinu um höfnina.Hópurinn krafðist þess að fara í Kristjaníu og var það gefið eftir og var það næstum til þess að við mistum af matnum.Því fólk gleymdi sér í draumaskýi á milli húsanna í Stínu.Um kvöldið var haldið uppá afmælið með því að fara veglega út að borða á góðum veitingastað á torgi hins nýja kóngs.Á mánudeginum var komið að verslunardegi og hópnum skipt niður í smærri hópa.Ég,Mikki og Eiríku drógust saman og var það okkar hlutskifti að skoða herrafataverslanir.Eitthvað gekk það nú brösulega og viltumst við fljótt af leið og var allt annað en búðir skoðaðar.T.d. eyddi Mikki öllu sínu fé í að koma okkur inní kirkju.En eftir góðan dag í Köben var flogið með síðustu vél heim og held ég að allir hafi verið sáttir.


Nýr vegur að ruslahaugi.

Vikulega þarf ég að skreppa í Skagafjörðinn og nýti mér þá að fara yfir Þverárfjallið.Þar er komin þessi fíni vegur,tvíbreiður með stlitlagi og alles.En það sem stingur í augun þegar komið er af fjallinu og að króknum er allt ruslið sem er á bak við bæjinn.Við blasir stærðarinnar ruslahaugur á hægri hönd og sundurspólað landsvæði eftir gróðurböðla.Dugar Arnarvatnsheiðin ekki.Svo þegar nær dregur sjónum tekur við Steinullarverksmiðjan,sem virðist ekki vera snirtilegasta kompaníð í bænum.Hafa stjórnendur þar leist húsnæðisvanda sinn með því að fá haug af gámum frá Eimskip og raðað þeim upp.Þegar komið er þar framhjá kemur svo stláturhúsið,fiskverkun og vélsmiðja.Ég bara spyr.Er ekki seld málling þarna fyrir norðan. 


Hvað er í gangi á Veðurstofunni?

Nú varar Veðurstofan við vaxandi vindi.Hvað er eiginlega að gerast?Það er verið að ala upp aumingja sem þora ekki útúr húsi ef það er komið meira en 20 m/s, þetta kallaðist varla vindur í minni sveit.Vindmælar við þjóðvegi landsins eru farnir að mæla vindkviður sem eru 16 m/s sem gerir það að verkum að fólk þorir ekki í þvílíkt ofsaveður.En það ferðuðust allir í 10 vindstigum og garðhúsgögn fuku ekki,því þau voru búin til úr spítum.


mbl.is Stormviðvörun á sunnanverðu landinu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins kominn 11/09

Í dag er Sjöfn 15 ára og fór hún með nokkrum bekkjarsystrum sínum út að borða í kvöld.Kanski er aðalástæðan að Jónína er ekki heima og ég sá um eldamenskuna.Einnig á Þórólfur svili afmæli og er hann komin á 6tugs aldurinn.Til hamingju með daginn bæði tvö.


11092007

Ég var farinn að vona að utanlandsferðin hjá okkur systkinin með mömmu og Eirík yrði þessi fína óvissuferð.Þar sem við vorum búin að versla flug með Æslander og þeir sem voru að mæta út á völl um daginn voru ekki alveg öruggir hvert var farið,ef það var þá lagt af stað.En nú er vopnahlé hjá flugmönnum,ég hélt að það væri bannað að fara vopnaður um borð.

En 11/09 er á morgun og ekki meir um flug


Grafarvogsdagurinn á sama tíma og réttirnar.

Nú um helgina voru réttir í sveitinni.Ég var búinn að undirbúa mig alveg þvílíkt.Taka mér frí á föstudaginn,fylla á bílinn og ath.loftið í dekkjunum.En það fóru að renna á mig tvær grímur þegar spurt var á heimilinu afhverju allt þetta tilstand væri."Nú,það eru réttir um helgina"sagði ég."Tekur þú rútuna"var ég spurður.Þá kom í ljós að Grafarvogsdagurinn er sama dag réttað er í Hrútatúngurétt og fór hátíðin fram í og við Hamraskóla,sem er okkar skóli,og börnin búin að plana eitthvað.En það virðist ekki vera nein hugsun hjá sumum.Hvar ákveður að hafa Grafarvogsdaginn á sama tíma og þegar réttað er í Hrútafirðinum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Magnússon

Höfundur

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon

Rómantískur bóndasonur sem leitar ævintýra vítt og breitt um landið

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kristjana og hjólið
  • Skálað í veislunni
  • Fall er fararheill
  • Ný gift
  • Dama að djúsa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband