Færsluflokkur: Bloggar
7.9.2007 | 20:44
Foreldrar klípa börnin sín.
Í morgun fór Kristjana í enn eina leiseraðgerðina.Ég held að þetta sé í 12 skiptið sem hún fer og minkar valbráin smátt og smátt.Það sem ég hef tekið eftir í þessum aðgerðum er að fólk er að koma með grei börnin, sem eru svæfð ,og eru svo að laumast til að klípa í þau til að þau vakni.Þetta er trúlega gert til að geta notað "frídaginn" í eitthvað annað,en verður til þess að krakkinn vaknar undartekningarlaust alveg brjálaður.En ég hef haft það fyrir reglu að leifa Kristjönu að vakna í rólegheitunum og liggja eins lengi og hún vil.Þetta gerir það að verkum að ég kem eingu í verk og það sem átti að gera í dag verður bara gert seinna.Ef það verður þá bara gert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2007 | 15:29
Mæli með Borðeyri sem næsta vinabæ Ísafjarðar.
Þar sem Keldan hefur sagt Ísafirði upp þá ætti Ísafjarðarkaupstaður að fara efla tengslin og líta bara nær.Mæli ég með að Ísafjörður og Borðeyri taki upp vinabæjarsamband.Ekki er mér kunnugt um hvort Borðeyri eigi vinabæ.
Hróarskelda slítur vinabæjarsamstarfi við Ísafjörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 22:35
Hvað má maður vera vitlaus?
Greindarskertur maður á fertugsaldri var sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað greindarskertri konu.Hvaða máli skiptir að konan sé greindarskert og hvað þarf maður að vera greindarskertur til að stleppa?
Ætli þetta verði til þess að menn fari í greindarpróf?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2007 | 21:22
Er lús bráðdrepandi?
Nú loks er skólinn birjaður með öllum sínum faröldrum.Það kom bréf með stelpunum og lúsin er komin í skólann.Hvernig er það með þessa lús,þurfum við ekki bara að lifa með henni?Hún virðist bara vera í skólanum.Hvernig er með kjúklinginn?Það er varla til sá kjúlli sem er ósýktur.Hann er bara eldaður í mauk og allir ropa á eftir.Því er bara best að lifa með lúsinni og éta kjúlla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 23:40
Blessaðar haustlægðirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 10:42
Alltaf eitthvað nýtt í skólamálum.
Alltaf er verið að fynna upp hjólið aftur.Þegar Kristjana birjaði í skólanum í síðustu viku,þá var "nýtt" kerfi í gangi.Það voru tveir bekkir saman,annar og þriðji bekkur.Hún er nú bara heppinn að það eru bara tveir bekkir.Því þegar ég var á hennar aldri voru þrír bekkir saman.Svo þegar kom að prófum þá er ég viss um að eitthvað hafi ruglast hjá kennurunum.Það kom nefnilega fyrir að ég kannaðist ekkert um hvað verið að spyrja á prófunum og er ég enn viss um að ég hafi fengið röng próf í hendur.
Bára fékk bílpróf í sumar og er bíllinn farinn að hverfa svona af og til.Hún var að tala um það að það væri fýnt ef einhver þyrfti að losna við bíl fyrir ekkert,það væri búið að borga skattana af honum og tryggður fram yfir áramót.Ekki væri verra að hafa bensín á honum.Þá er hún tibúinn að varðveita hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2007 | 23:09
Ætli andinn sé að koma yfir mig.
Nú er að verða komið ár síðan ég skrapp til Suður Afríku og eyddi dýrmætum tíma í að blogga með gemsanum.Fór þónokkur tími í það á hverjum degi og þegar maður er með 10 þumla,þá er lengi verið að pikka inná símann það sem gerst hafði um daginn.
En mesta sjokkið var þegar heim var komið.Gamla bloggsíðan hafði einhvernveginn hrunið og engar nýjar færslur inná henni.
Varð ég fyrir þvílíku áfalli að bloggandinn sveif frá mér líkt þegar Aladín slapp úr lampanum.Nú vona ég að þetta sé að komast í fyrra horf og það hefði verði ráðlegast á sínum tíma að leita sér áfallahjálpar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar