Færsluflokkur: Bloggar
20.5.2008 | 20:49
Hvar er atvinnuleysið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 20:43
S-Afríka gott heim að sækja.
Ástandið í Suður Afríku slæmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2008 | 22:44
Sundlaugavörðurinn rekinn uppúr.
Loks er að komast á ró eftir annasama daga.Á miðvikudag var ég kallaður í verklegt próf og var mér lofað að það væri búið um 13:30 , en var ekki búið fyr en 14:30 og þá þurfti að drífa sig heim, því ég vara að fara með tíundabekk Hamraskóla í óvissuferð.Átti að legga af stað kl 15.Var búið að fá lánaðan langferðabifreið og átti ég að aka.Það fóru að renna á mig grímur þegar stúlkurnar komu með koffortin sín á það þurfti ekki mörg til að fylla lestar rútunnar.En það var annað með drengina.Þeir voru það næjusamir að sumir voru einungis með ein sokkapör,sem þeir voru í,og var þeim strangleg bannað að fara úr skónum í rútunni þegar líða fór á ferðina vegna þess að loftræstingin hafði ekki undann.Fórum við norður í land,rafting í skagafirði,skólaheimsókn í MA, keilu á Akureyri ofl.Gekk ferðin bara vel í alla staði og aðeins eitt vandræðalegt mál kom upp.Fengum við sundlaugina á Hrafnagili hafða opna fyrir okkur til 23:30.'Eg tók að mér að vera með krökkunum í sundi og í samráði við sundlaugavörðinn fékk ég að far uppúr kl 23.Ætlaði hann að senda stúlkurnar sem eftir voru uppúr á umsömdum tíma.En um miðnætti fóru mæðurnar í hópnum að ókyrrast og fóru út í sundlaug og ráku alla uppúr stelpurnar og sundlaugavörðinn.
Jónína og Kristjana fóru í sveitina á fimtudaginn til að þrífa hótelið fyrir sumarið.Kom Jónína með mér suður í gær og Sjöfn varð eftir til að klára það sem Jónína átti eftir og Kristana varð einnig eftir til að passa yngri frænku sína.Erum við Jónína nú ein heima.
'I gær var Binna 50 ára og hélt hún fína veislu í nýju íbúðinni og mættu um 40 mans.Fóru flestir snemma, því í dag var svo Rebekka og Doddi að skíra drenginn og er skárra að vera sæmilega sofinn í svoleiðis athöfnum.Fékk drengurinn nafnið Þórður Víkingur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 22:35
Menn reyna að grípa gæsina.
Þann 30 sl. var Jónínu afhent bréf í vinnunni sem innihélt uppsögn.Hún bjallaði í mig og sagði mér tíðindin.Misti ég óvart útúr mér að ég óskaði henni bara til hamingju og gæti hún nú bara farið að gera eitthvað allt annað.En fljótt flýgur sagan og eru þau fyrirtæki sem hún hefur verið að rukka,farin að bjóða henni vinnu.Því suma er gott að hafa með sér í liði og agalegt að hún fái einhverstaðar vinnu við rukkanir þar sem skuldastaðan er ekki góð.
Við fórum til Akureyrar um sl.helgi og þegar við vorum á leiðinni heim þurfti ég að hlusta á fréttirnar.Var þá þessi hörmungafrétt frá Austurríki og Kristana tók vel eftir.Eftir fréttatímann spurði hún "Pabbi,ætlar þú nokkuð að gera svona?" Svarið frá Jónínu var þannig "Pabbi þinn gerir ekki svona,við erum ekki með kjallara"
Það kom upp sú hugmynd hér á heimilinu að styrkja SOS barn.Það var skotið í kaf í hvelli.Er ekki nóg að styrkja barn í Danmörku?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 22:59
Ef þetta er rétt.
Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2008 | 22:54
Þetta er ekki minn tepoki
Það er búið að vera traffík hjá okkur um helgina.Hrefna hennar Ingu systur kom til okkar á föstudaginn,því Inga var að fara á námskeið og fékk Hrefa að vera hjá Kristjönu á meðan.Á föstudagskvöldið kom mamma og Mikki í kaffi,en mamma kom suður til að hitta Lillu tvíburasystur sína og ætluð þær svo á Ófeigsfjarðarfundinn á laugardeginum.Svo um kvöldið kíkti Inga inn með Eygló vinkonu sinni,en þær voru bara að doka við eftir gamalli skólasystur sinni sem er granni okkar.
Svo á laugardaginn var Ófeigsfjarðarfundurinn haldinn hér hjá okkur og voru tæplega 30 mans á honum.Eru ýmis mál rædd og er þessi ætt yfirleitt ekki sammála um neitt og líkist þessar samkonur ítölsku fjölskilduboði þar sem allir tala í kapp við annann.Unga fólkið vildi heldur vera úti að leika sér og ákváðu frænkurnar að fara í lautarferð og fengu þær nesti hjá Jónínu í það.En eftir örfár mínútur var hringt og hafði orðirð óhapp.Kristjana steig á glerbrot og fór það í gegn um skóinn og var sagt í símann að það væri mikið blóð.Rukum við Jónína út að leita að þeim og fundum þær.Var þeirri slösuðu komið heim og meinið skoðað og töldum við að þörf væri að einhverju meira en koss á bágtið.Fór Jónína með hana á slisó og var saumað 5 spor í stóru tána hjá Kristjönu.En fundin lauk milli 18-19 og fóru að ég held allir glaðir heim.Þarna voru öll syskini mömmu og amma,en hún lætur einga skemmtun fram hjá sér fara.Ef hún væri 75 árum yngri teldist hún til vandræðaunglinga.En svona er það,þegar maður er nógu gamall er í lagi að láta eins og vandræðaunglingur og djamma út í eitt.
En í dag er búið að vera frekar rólegt.Jónína fór í vinnuna.Sjöfn að búa til dans fyrir stelpurnar sem hún er að þjálfa í fimleikum og ég að þvo bílinn.Svo fór Sjöfn með Kristjönu,Hrefnu og Magnús að sjá Skilaboðaskjóðuna.
Í kvöldmat komu svo Jóel og Helga og horfðu svo á gæsaskittuþáttinn með okkur.En ég verð nú að segja að þessir þættir er ekki minn tepoki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 10:42
Kaffið er best í Hrútó.
„Við erum bara sektaðir“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2008 | 22:42
Jónína alltaf á RSK síðunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2008 | 22:44
Nú er farið að fjölga enn frekar hjá Jónínu
Nú kom að því að einn af bræðrum Jónínu varð afi.Það gerðist þegar Rebekka, dóttir Jóels og Helgu, eignaðist dreng eftir seinna kaffið í gær. Gekk þetta bara víst eftir atvikum.Drengurinn er þriðja barnabarnið í fjölskildunni.Matti gamli var búinn að fá tvö afabörn fyrir.Nú fer vonandi eitthvað að gerast í þessum málum því bræðurnir voru farnir að spá í ættleiðingar til að verða afar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 23:08
Skreppur á Hveravelli
Í dag var tekið þokkalega á því.Byrjuðum við,ég,Siggi og Óðinn,á því að selflytja Jónínu,Ellu,Tollu og Ingu uppí Hveraborg og ætluð þær að ganga til biggða,eða um 18 km leið.Við tókum svo stefnuna á Hveravelli.Færið var þokkalegt og skánaði eftir því sem austar dró.Komum við við á Arnarvatni og hittum við þar sveitunga okkar.Höfðu þeir áhyggjur af því hvort ég ætlaði langt á því farartæki sem ég væri á.Sökum aldurs tækisins.Benti ég þeim á að af þessum 7 vélsleðum sem voru þarna var bara 1 Polaris en restin var Artic Cat og var minn sleði,Polarisinn, sá eini sem var framleiddur á níundaáratug síðustu aldar og færi ekki þörf á að endurnýja þá tegund eins oft og aðrar.Frá Arnarvatni fórum við á Hveravelli og þá var kopminn tími að næra drenginn í hópnum,Óðinn,en hann hafði verið að eltast við heimasæturnar í sveitinni langt frameftir nóttu og átti bara leið um heima þegar við gripum hann óétinn með.Eftir næringuna var stefnan tekin á Þjófadali,því okkur var farið að lengja eftir alvöru brekkum og lékum við okkur þar eins og bensínið leifði.Þaðan tókum við strauið á Langjökul og fórum norður af honum og stefnan tekin í Hrútafjörðinn.
En það er ein pæling.Getur fólk ekki tekið allt með sér til baka sem það tekur með sér á fjöll.Það voru nokkrir ruslapokar skildir eftir á Hveravöllum og fyrir hvern?
Þegar við komum svo heim,kom í ljós að ein úr gönguhópnum hafði laumast til að senda sms til bigða og beðið um að vera sótt.Þannig að göngutúrinn varð ekki eins langur,en samt um 11 km.Það er nú alveg nóg í snjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar