Þetta er ekki minn tepoki

Það er búið að vera traffík hjá okkur um helgina.Hrefna hennar Ingu systur kom til okkar á föstudaginn,því Inga var að fara á námskeið og fékk Hrefa að vera hjá Kristjönu á meðan.Á föstudagskvöldið kom mamma og Mikki í kaffi,en mamma kom suður til að hitta Lillu tvíburasystur sína og ætluð þær svo á Ófeigsfjarðarfundinn á laugardeginum.Svo um kvöldið kíkti Inga inn með Eygló vinkonu sinni,en þær voru bara að doka við eftir gamalli skólasystur sinni sem er granni okkar.

Svo á laugardaginn var Ófeigsfjarðarfundurinn haldinn hér hjá okkur og voru tæplega 30 mans á honum.Eru ýmis mál rædd og er þessi ætt yfirleitt ekki sammála um neitt og líkist þessar samkonur ítölsku fjölskilduboði þar sem allir tala í kapp við annann.Unga fólkið vildi heldur vera úti að leika sér og ákváðu frænkurnar að fara í lautarferð og fengu þær nesti hjá Jónínu í það.En eftir örfár mínútur var hringt og hafði orðirð óhapp.Kristjana steig á glerbrot og fór það í gegn um skóinn og var sagt í símann að það væri mikið blóð.Rukum við Jónína út að leita að þeim og fundum þær.Var þeirri slösuðu komið heim og meinið skoðað og töldum við að þörf væri að einhverju meira en koss á bágtið.Fór Jónína með hana á slisó og var saumað 5 spor í stóru tána hjá Kristjönu.En fundin lauk milli 18-19 og fóru að ég held allir glaðir heim.Þarna voru öll syskini mömmu og amma,en hún lætur einga skemmtun fram hjá sér fara.Ef hún væri 75 árum yngri teldist hún til vandræðaunglinga.En svona er það,þegar maður er nógu gamall er í lagi að láta eins og vandræðaunglingur og djamma út í eitt.

En í dag er búið að vera frekar rólegt.Jónína fór í vinnuna.Sjöfn að búa til dans fyrir stelpurnar sem hún er að þjálfa í fimleikum og ég að þvo bílinn.Svo fór Sjöfn með Kristjönu,Hrefnu og Magnús að sjá Skilaboðaskjóðuna.

Í kvöldmat komu svo Jóel og Helga og horfðu svo á gæsaskittuþáttinn með okkur.En ég verð nú að segja að þessir þættir er ekki minn tepoki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Magnússon

Höfundur

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon

Rómantískur bóndasonur sem leitar ævintýra vítt og breitt um landið

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kristjana og hjólið
  • Skálað í veislunni
  • Fall er fararheill
  • Ný gift
  • Dama að djúsa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband