10.3.2009 | 10:51
Færeyingar vilja gerast glæpamenn
Ekki er ég hissa á því að fleiri vilji komast inná þennan glæpamarkað.Ég var að fá tryggingarnar af hjólinu og hækkuðu þær um 33% og þegar ég ath. hjá Verði afhverju á þessu stæði, bentu þau mér á það að neysluvísitalan hefði hækkað um 18% á milli ára.Ég væri sáttur ef tryggingar hefðu þá "BARA" hækkað um 18%
Vilja kaupa tryggingafélag hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú í meira lagi ósanngjörn yfirlýsing.
E.t.v. mun aðkoma þeirra hafa jákvæð áhrif á íslenskan tryggingarmarkað, skapa þar raunverulega og eðlilega samkeppni.
Kristinn (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:25
Ég ætla bara að vona að færeyingarnir sjái sóma sinn í því að borga út réttmætar kröfur um bætur. Það væri allt annað en þessi helvítis tryggingafyrirtæki sem eru hér fyrir eru að gera, þau neita að borga fólki bætur sem að á að fá bætur vegna líkamstjóns. Frændi minn missti næstum augað og er hálfblindur á öðru auga vegna umferðarslyss, en sjóvá neitaði að borga honum réttmæta kröfu upp á 2 milljónir sem að nokkrir augnlæknar komu sér um að væri réttmætt, þetta mál eru þeir búnir að tefja og tefja í 10 ár og nú er svo komið fyrir því að ef að hann vill fara með málið fyrir dóm, þá á hann hættu með að þurfa að borga 2-3 milljónir og kanski fá ekki neitt því að krafan gæti verið fyrnd vegna þess að sjóvá er búið að tefja málið svo rosalega og lögin eru svo rosalega grunsamlega hliðholl tryggingarfyrirtækjunum. Sjóvá er búið að borga rúmlega 1.700.000kr fyrir matsmenn og lækna til að tefja málið. Þetta eru svo miklir skíthælar að ég ætla að færa mig til færeyjinganna um leið og þeir koma með smá von um að þeir séu heiðarlegir.
Geir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:47
Síðan er fólki skyldað að borga þeim, en þeir neita oftast að borga fólki.
Geir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.