11.5.2008 | 22:44
Sundlaugavörðurinn rekinn uppúr.
Loks er að komast á ró eftir annasama daga.Á miðvikudag var ég kallaður í verklegt próf og var mér lofað að það væri búið um 13:30 , en var ekki búið fyr en 14:30 og þá þurfti að drífa sig heim, því ég vara að fara með tíundabekk Hamraskóla í óvissuferð.Átti að legga af stað kl 15.Var búið að fá lánaðan langferðabifreið og átti ég að aka.Það fóru að renna á mig grímur þegar stúlkurnar komu með koffortin sín á það þurfti ekki mörg til að fylla lestar rútunnar.En það var annað með drengina.Þeir voru það næjusamir að sumir voru einungis með ein sokkapör,sem þeir voru í,og var þeim strangleg bannað að fara úr skónum í rútunni þegar líða fór á ferðina vegna þess að loftræstingin hafði ekki undann.Fórum við norður í land,rafting í skagafirði,skólaheimsókn í MA, keilu á Akureyri ofl.Gekk ferðin bara vel í alla staði og aðeins eitt vandræðalegt mál kom upp.Fengum við sundlaugina á Hrafnagili hafða opna fyrir okkur til 23:30.'Eg tók að mér að vera með krökkunum í sundi og í samráði við sundlaugavörðinn fékk ég að far uppúr kl 23.Ætlaði hann að senda stúlkurnar sem eftir voru uppúr á umsömdum tíma.En um miðnætti fóru mæðurnar í hópnum að ókyrrast og fóru út í sundlaug og ráku alla uppúr stelpurnar og sundlaugavörðinn.
Jónína og Kristjana fóru í sveitina á fimtudaginn til að þrífa hótelið fyrir sumarið.Kom Jónína með mér suður í gær og Sjöfn varð eftir til að klára það sem Jónína átti eftir og Kristana varð einnig eftir til að passa yngri frænku sína.Erum við Jónína nú ein heima.
'I gær var Binna 50 ára og hélt hún fína veislu í nýju íbúðinni og mættu um 40 mans.Fóru flestir snemma, því í dag var svo Rebekka og Doddi að skíra drenginn og er skárra að vera sæmilega sofinn í svoleiðis athöfnum.Fékk drengurinn nafnið Þórður Víkingur
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 427
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hver var útkoman úr prófinu ? ? Fall eða náðir þú ?
Villa (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:25
Gummi ég átti von á sendingu frá þér í kvöld en það kom ekkert......................
Villa (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:08
"Guðmundur" sendingin kom ekki heldur í dag.
Villa (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:11
Auðvitað náði ég og sendingin neitaði að fara.
Gummi (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.