7.5.2008 | 22:35
Menn reyna að grípa gæsina.
Þann 30 sl. var Jónínu afhent bréf í vinnunni sem innihélt uppsögn.Hún bjallaði í mig og sagði mér tíðindin.Misti ég óvart útúr mér að ég óskaði henni bara til hamingju og gæti hún nú bara farið að gera eitthvað allt annað.En fljótt flýgur sagan og eru þau fyrirtæki sem hún hefur verið að rukka,farin að bjóða henni vinnu.Því suma er gott að hafa með sér í liði og agalegt að hún fái einhverstaðar vinnu við rukkanir þar sem skuldastaðan er ekki góð.
Við fórum til Akureyrar um sl.helgi og þegar við vorum á leiðinni heim þurfti ég að hlusta á fréttirnar.Var þá þessi hörmungafrétt frá Austurríki og Kristana tók vel eftir.Eftir fréttatímann spurði hún "Pabbi,ætlar þú nokkuð að gera svona?" Svarið frá Jónínu var þannig "Pabbi þinn gerir ekki svona,við erum ekki með kjallara"
Það kom upp sú hugmynd hér á heimilinu að styrkja SOS barn.Það var skotið í kaf í hvelli.Er ekki nóg að styrkja barn í Danmörku?
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 427
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Baráttukveðjur í bæinn Gummi minn. Sumir hlutir verða til góðs og er þetta með vinnuna hennar Jónínu örugglega þannig
knús úr Mosó, Herdís og co
Herdís Sigurjónsdóttir, 9.5.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.