21.3.2008 | 19:08
Fullorðið fólk á Stiga
Við komumst í sveitina í gær eftir að hafa lagað bílinn.Til allrar lukku fékk ég rafal í bílinn í gær og var lagt í hann um leið og veðrinu stlotaði.Til að vera viss var verslað annað farartæki áður ,ef ske kynni að bíllinn klikkaði aftur.
Í dag höfum við verið að viðra vélsleðann og fórum við Jónína og Kristjana með Stigasleðann aftaní.Var þetta hin besta skemtun fyrir Kristjönu og vildi ég líka prófa.Sagði ég Jónínu að aka bara svona á 25-30.En það skal tekið fram að ég fór ekki hraðar en 15-20 með Kristjönu aftaní.Lagði Jónína af stað með kallinn á sleðanum aftaní og átti ég í fullu fangi með að halda mér að réttum kili.Og þegar hún loks stoppaði langt kominn í Borgarfjörðinn,var hún spurð hvað hún hafi verið að meina með þessum akstri.Sagði hún bara verið á 30.En munurinn var sá að ég leit alltaf á GPS tækið, sem sýnir km hraða, en mælirinn á vélsleðanum sýnir mílur og fór hún eftir honum.Það var svo alveg frábært að sjá Jónínu renna sér niður hálsinn á Stiga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 23:39
Það verður kalt á þeim sem fá að fara.
Nú loks er komið langa fríið.En það byrjaði ekki vel.Það var óskað eftir því að vinnubíllinn væri niðrí vinnu um páskan,ef ske kynni að þyrfti að nota hann.Þegar ég nálgaðist bæjinn áðan bjallaði ég í Jónínu og óskaði eftir því að hún næði í mig.Fór hún að tala um það að það væru einhver auka hljóð í bílnum og ljósin voru eitthvað farin að dofna.Opnaði ég húddið þegar hún kom og bað ég hana að drepa á vélinni,og með de samme hrundi rafallinn í sundur og bíllinn neitaði að fara í gang.Varð þá bara að taka Taxa heim og erum við svo heppin að Sjöfn er komin í sveitina og við höfum þá frjálsan aðgang af vespunni.Það er bara spurning hvor verður eftir heima,Kristjana eða Jónína,þegar á að halda norður í land á morgun,því vespan ber bara tvo.
Bára er komin í páskafrí og ætlar hún með danskri stelpu heim og dvelja hjá henni fram á sunnudag.Það á bara vel við hana að vera á heimavist og sér hún eftir því að hafa ekki sótt um allann vetur inn.En eins og flestir vita er það ekki hótun að senda börn á heimavist.Það á frekar að banna þeim það ef þau eru óþekk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2008 | 23:06
Þetta getur verið síðasta ballið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2008 | 22:11
Meistarmót,skíðaferð,lýtaaðgerð,framhaldsnám og mynningarathöfn.
Ég var bara að tékka hvort ég myndi lykilorðið til að blogga.
En það sem hefur gerst síðan síðast er að Lilja tengdamamma lést 6/2 og hefur trúlega verin að farin að bíða eftir hvíldinni.
Bára kom til landsins til að hveðja ömmu sína.Bára er í "námi" í Danmörku og er hluti af því að fara á skíði í Austurríki sem hún er trúlega komin úr núna.Hefur ekki verið mikið fyrir rútuferðir og útiveru.Kom það mér frekar í opnann skjöld að frétta það að hún valdi þessa ferð frekar en Parísaferð,þar sem hún hefur ekki fengið of mikið af búðarrölti og svo þurfti húna að sitja í langferðabíl frá Orhús til óþekkts staðar í Austurríki.
Sjöfn tók þátt í Íslandmeistaramótinu í hópfimleikum um helgina og lenti hennar lið í fimmta sæti.Hún er kominn yfir í tromp og æfir bara 18 tíma æfir viku núna.
Mækel Jakson er orðinn hálfdrættingur á við Kristjönu.Þegar hann var 7 ára, þá var orginal litur á honum og þekti hann ekki lýtaaðgerðir.En Kristjana vara að fara í sína 16 lýtaaðgerð og er hún farinn að fynnast þetta bara sjálfsagt.Hvað verður næst?Fitusog?
Ég hef áhveðið að afla mér mentunnar og hef ég nám á vordögum og verð kominn með próf skömmu síðar,vonandi.
Nú er staðan í Volta þannig að starfsmenn hverfa einn og einn til annara starfa og er þeim safnað saman þremur í senn og haldin "mynningarathöfn" fyrir þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 14:12
Var verð til bænda ekki að hækka til bænda?
Þetta er svo sem rétt upp að ákveðnu marki.Þá meina ég að þeir bændur sem hafa verslað kvóta ættu að fá hann greiddan til baka,en þeir sem fengu úthlutað á sínum tíma og borguðu ekkert ættu að ekki að fá krónu.
Nú um áramótin voru bændur að fá hækkun á bjólkina og ættu BARA að vera glaðir með það.Ætli það hafi ekki verið um 30 aurar á líterinn.Ég er ekki alveg viss.
Ríkið kaupi kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 22:36
Skurðaðgerðir á netið
Komið þið sæl öll saman og gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Nú á nýju ári þarf ég að fara gera eitthvað í mínum málum.Það þíðir ekki að sitja bara og hugsa einhverja þvælu, heldur verðu að koma henni á bloggið.
Í morgun þegar ég var að fara austur fyrir fjall , þá var í fréttum að það stæði til að setja nöfn þeirra sem væru á biðlista eftir skurðaðgerðum á netið. Þegar kemur í ljós hvað er að mér og hvar á að stinga niður hnífnum í mig, þá get ég bara fylgst spentur með á netinu hvað margir eru fyrir framan mig.Svo get ég verið með skattskrána til að ath. hvort einhver hafi mögulega getað borgað sig framfyrir.Með moggann , til að lesa andlátsfregnir og hlustandi á dánarfregnir og jarðarfarir,get ég strikað út þá sem komust ekki á toppinn og þarafleiðandi fært mig nær honum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2007 | 13:44
Ef það hefði verið Lalli Jóns.
Þar sem það hefur verið nóg að gera í vinnu og heimafyrir, þá hefur bloggið setið á hakanum um tíma.
En það sem hefur valdið mér heilabrotum er gamla fólkið sem fór með falsaða 5000 kallinn í Bónus.Það sýnir bara best að starfsfólk Bónus er að standa sig.En löggan ætti að fara að hisja upp um sig buxurnar.Hvað hefur gamalt fólk annað að gera en að teikna peninga og reyna svo að plata Bónusliðið.Það býr til sögu um að það hafi farið í hraðbanka og tekið út pening.Síðan þegar upp kemst, rífst það og skammast,eins og eldra liði er tamt, og krefst bóta og afsökunnarbeiðni frá bankanum. Svo dásamar það lögguna fyrir skilningin, ætli þeir séu ekki bara að falsa líka,það er víst ekki svo gott kaupið í löggunni.Hvað hefði gerts ef aumingja Lalli hefði lent í þessu.En ætli hann sé nokkuð vitlaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 22:46
Þá fá ekki allir í skóinn.
Hálka og hreindýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2007 | 18:40
Framkvæmdir hafnar við nýjan Staðarskála.
Í gær var tekin fyrsta skoflustungan af nýjum Staðarskála. Verður hann staðsettur vestan Hrútafjarðarár, á aðaltúnunum á Stað. Þar sem nýji vegurinn krossar túnin hvort sem er, þá er það bara hið besta mál. Gert er ráð fyrir því að skálinn verði tilbúinn um leið og nýji vegurinn verður opnaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 21:47
Erum við ekki bara tímasafnarar?
Vann yfir sig og dó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 427
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar