19.10.2008 | 14:02
Heilbrigðiskerfið er eitthvað sem ég skil ekki.
Maður hefur ekki verið í miklu stuði að blogga sl. daga.Kreppuhjalið að gera mann brjálaðann og sér spariféið svífa á haf út.En það er nú ekkert miðað við annað sem á hefur gengið hér í Rauðhömrunum.Jónína hefur verið fastagestur niðrá hjartadeild og er loks búið að komast að því hvað er að og bíður hún eftir því að vera kölluð í hjartaþræðingu til að brenna fyrir aukaæð sem truflar hjartsláttinn.Ámeðan er hún á lifjum og varla vinnufær.Þetta heilbrigðiskerfi er nú alveg sér kapituli út af fyrir sig sem ég nenni ekki að ræða því ég skil það ekki.Ég er nefnilega alinn upp við það að ef það þarf að vinna,þá vinnur maður og þegar það er rólegt, þá tekur maður það rólega.Ef það er tekið á hlutunum með ákveðnu marki hrannast ekki verkefnin ekki upp og flestir eru sáttir.
Kristjana fór í æfingaferð með skólakórnum til Hveragerðis í gær og voru svo haldnir tónleikar í kapellu NLF'I fyrir vistmenn og foreldra.Þetta mæltist vel fyrir og var fullt út úr dyrum og tókust vel.
Sjöfn fílar sig feita í Kvennó og er á fullu í félagslífi skólanns og alskonar nefndarfundir í gangi.Alveg ótrúlegt hvaðan hún hefur áhuga á félagslífi.
Um daginn versluðum við litla Sukku til að stelpurnar hefðu bíl til umráða.Því þegar þær eru farnar að vera þjálfarar líka í fimleikum og ekki hjá því félagi sem þær eru að æfa hjá, verður skutlið og tímaleysið mikið.En Bára hefur ekki náð sátt við Sukkuna og hefur verið á jeppanum,eða þar til að hún tjónaði hann hressilega og er hann nú í lagfæringu.Æslanderveifs er nú lokið og hefur það tekið á hjá henni og er stefnan að taka upp skólabækurnar og hefja nám að 9.Um síðustu helgi kom skólafélagi hennar frá Köben í heimsókn og leið honum eins og prinsinum frá Barein,vellauðugur og splæsti á línuna.Á sama tíma var starfsmannafélagið mitt í Köben og tímdi ekki að skíta vegan verðlagsins þar.
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gummi minn! Alltaf mikið um að vera hjá þér :) en til hamingju með afmælið á morgun. Kveðja úr sveitinni
Villa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.