Er Sjöfn á leið í Húsmæðraskóla

Uppþvottavélin vakti okkur hér í Rauðhömrunum kl:8 30 í morgun.Ég hafði eitthvað klikkað á tímasetningunni í gærkveldi,en vélin átti að klára 9 30.En úr því að maður var vaknaður var ekki annað hægt að gera en að skreppa í smá hjólatúr.Stefnan var tekin í Krísuvík.Hverarsvæðið skoðað,fór svo niðrað Krísuvíkurbjargi,en þar var allt með kyrrum kjörum og lífið í bjarginu var með rólegra móti.Dólaði svo til Grindavíkur og hitti þar Svan fuglabónda.Þetta er ekki grín,hann heitir Svanur.Á leiðinni til baka kíkti ég við hjá Dodda hennar Rebekku hans Jóels(Doddi er semsagt tengdasonur Jóels bróðir Jónínu).Hann er að gera upp íbúðina sem þau eiga í Hafnarfirði.Þau höfðu haft samband við mig um daginn og báðu um smá aðstoð við að rífa íbúðina og hjálpaði ég þeim smá dagpart.En þegar ég kom inn í íbúðina í dag gat ég ekki betur séð að veggirnir sem ég hafði verið látinn rífa væru komnir á sinn stað aftur og flaug í gegn um huga minn hvort ég hefði rifið vitlausa veggi.Doddi gerði bara gott úr þessu og sagðist vera farinn að kannast við mig og reiknaði með þessu í verkinu.

Seinni partinn var farið í bæjinn að versla gasblöðru og hitta fólk.

Sjöfn er að fara í húsmæðraskóla í haust.En hér á árum áður hélt ég alltaf að Kvennaskólinn væri húsmæðraskóli.Við vorum að gantast með það að það hefði verið gott á hana að fá inní í Versló, en hún var með Versló í fjórða til vara.

Jónína er kominn í sumarfrí eftir eina vinnuviku í nýju vinnunni og fer ekki að vinna fyr en eftir verslunnarmannahelgi.Mæðgurnar hafa nú bara tvo daga til að pakka fyrir Danmerkurferðina.Bára sendi Sjöfn sms í morgun og bað hana um að pakka sem minstu niður,því hún ætlaði að lána henni föt með þeim skilirðum að Sjöfn kæmi þeim heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ og til hamingju med hjolid, og giftinguna! Thid erud liklega øll i Danmark nuna, en vid erum reyndar å leidinni til Køben nuna um næstu helgi. Kannski mar rekst å ykkur nidri bæ.

Bergdis| (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Magnússon

Höfundur

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon

Rómantískur bóndasonur sem leitar ævintýra vítt og breitt um landið

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kristjana og hjólið
  • Skálað í veislunni
  • Fall er fararheill
  • Ný gift
  • Dama að djúsa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 427

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband