15.6.2008 | 22:58
Cillað við lókalinn
Nú erum við búin að fara fyrstu útileguna á þessu sumri.Var ferðinni heitið í átt að Laugarvatni og var tjaldað í landi Miðdals,á taldstæði bókagerðamanna.Við vorum kominn á svæðið um kl:21 og var þar fyrir fyrverandi finnufélagi Jónínu.Einnig voru þar urmull af skorkvikindum sem aldrei séð okkur fyr.Gekk vel að tjalda og eftir það var loks hægt að fá sér malt.Eftir nokkra malt var farið að sofa um kl:01. Laugardagurinn tók glaðlegur við okkur og var sól og 20 til 30 stiga hiti allann daginn.Um hádegi var áhveðið að sækja heim fjallið Hestfjall og traðka aðeins á því.Ókum við að bænum _____ og þaðan var gengið á fjallið.Er þetta auðveld ganga,rétt rúmur klukkutími upp og var ekki ský á himni og þar af leiðandi skyggnið eftir því.Annan eins ruslahaug eins og í hringum bæinn ______ höfðum við ekki séð.Öll tæki sem hafa verið versluð frá aldarmótunum 1900 voru enn til staðar vítt og breitt um landareignina.Vandamálin sem borgarstjórinn í Súðavík er að brasa við inní Djúpi er barnaleikur í samanburði við þetta.Við lentum í því í fyrra að versla bók um 151 gönguleiðir á fjöll og erum við Jónína og Kristjana farin að safna fjöllum,eru samt VEL á annað hundrað eftir.
Eftir gönguna var farið í kaffi að Sólheimum og síðan í sund á Laugarvatni.Það var notalegt að grilla í sólskýninu og drekka malt á með míið át okkur í gærkveldi.Nú erum við eins og stungnir grísir með allt að 10 bit hver.
Þegar við vöknuðum í morgunn var vagninn farinn að leka,það var nefnilega súld í nótt,það runnu á mig tvær grímur þar sem ég hafði spreiað hann með silikoni um síðustu helgi.Þá kom í ljós að það er ekki nóg að lesa á brúsann þegar vagninn er farinn að leka.Því á brúsanum stóð skírum stöfum að um silikonsmurningu væri að ræða og átti regnvatnið greiða leið að íbúum vagnsins svo ekki var þörf á að fara úr bæli til að velta sér upp úr dögginni.
En á meðan vaginn var að þorna var bara eitt að gera.Fórum við bara að cilla við lókalinn og enduðum við í kaffi hjá bóndanum í Skálholti.Það er nefnilega svo hel..... gott að vera í þessu starfi sem ég er í.Maður þekkir alltaf einhvern sem bíður manni í mat eða kaffi.
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 427
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf jafn samansaumaður og lætur bændur aumkvast yfir þig og þína í sveitum landsins. Annars gott hjá ykkur, alltaf gaman að hitta fólk og bændur virðast vera fólkið sem hefur tíma til að spjalla. Hinir eru allir búnir að fara á tímastjórnunarnámskeið, amk þeir sem búa í borginni. Ég frétti það á námskeiði sem ég "lenti" á í síðustu viku. Námskeiðshaldarinn úr Rvík spurði í upphafi "Hve margir hafa farið á tímastjórnunarnámskeið". Allir áttu að gefa merki um það en nb námskeiðið var haldið inni í sveit og enginn vissi um hvað daman var að tala. Ég þorði bara ekki að segja að ég væri mikið búin að hugsa um að drífa mig á slíkt. Það segir maður ekki inni í sveit. Kjötið er að grillast. Kveðjur í borgina eða sveitina eða hvar sem þú ert.
Elín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.