23.3.2008 | 23:08
Skreppur á Hveravelli
Í dag var tekið þokkalega á því.Byrjuðum við,ég,Siggi og Óðinn,á því að selflytja Jónínu,Ellu,Tollu og Ingu uppí Hveraborg og ætluð þær að ganga til biggða,eða um 18 km leið.Við tókum svo stefnuna á Hveravelli.Færið var þokkalegt og skánaði eftir því sem austar dró.Komum við við á Arnarvatni og hittum við þar sveitunga okkar.Höfðu þeir áhyggjur af því hvort ég ætlaði langt á því farartæki sem ég væri á.Sökum aldurs tækisins.Benti ég þeim á að af þessum 7 vélsleðum sem voru þarna var bara 1 Polaris en restin var Artic Cat og var minn sleði,Polarisinn, sá eini sem var framleiddur á níundaáratug síðustu aldar og færi ekki þörf á að endurnýja þá tegund eins oft og aðrar.Frá Arnarvatni fórum við á Hveravelli og þá var kopminn tími að næra drenginn í hópnum,Óðinn,en hann hafði verið að eltast við heimasæturnar í sveitinni langt frameftir nóttu og átti bara leið um heima þegar við gripum hann óétinn með.Eftir næringuna var stefnan tekin á Þjófadali,því okkur var farið að lengja eftir alvöru brekkum og lékum við okkur þar eins og bensínið leifði.Þaðan tókum við strauið á Langjökul og fórum norður af honum og stefnan tekin í Hrútafjörðinn.
En það er ein pæling.Getur fólk ekki tekið allt með sér til baka sem það tekur með sér á fjöll.Það voru nokkrir ruslapokar skildir eftir á Hveravöllum og fyrir hvern?
Þegar við komum svo heim,kom í ljós að ein úr gönguhópnum hafði laumast til að senda sms til bigða og beðið um að vera sótt.Þannig að göngutúrinn varð ekki eins langur,en samt um 11 km.Það er nú alveg nóg í snjó.
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 427
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dugnaðurinn í ykkur.... ég sat bara heima og las og skrifaði ritgerðir og hafði það náðugt. En mig langaði samt virkilega að eiga snjósleða þessa frábæru páskahelgi, fullkominn snjósleðasnjór.
Herdís Sigurjónsdóttir, 24.3.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.