21.3.2008 | 19:08
Fullorðið fólk á Stiga
Við komumst í sveitina í gær eftir að hafa lagað bílinn.Til allrar lukku fékk ég rafal í bílinn í gær og var lagt í hann um leið og veðrinu stlotaði.Til að vera viss var verslað annað farartæki áður ,ef ske kynni að bíllinn klikkaði aftur.
Í dag höfum við verið að viðra vélsleðann og fórum við Jónína og Kristjana með Stigasleðann aftaní.Var þetta hin besta skemtun fyrir Kristjönu og vildi ég líka prófa.Sagði ég Jónínu að aka bara svona á 25-30.En það skal tekið fram að ég fór ekki hraðar en 15-20 með Kristjönu aftaní.Lagði Jónína af stað með kallinn á sleðanum aftaní og átti ég í fullu fangi með að halda mér að réttum kili.Og þegar hún loks stoppaði langt kominn í Borgarfjörðinn,var hún spurð hvað hún hafi verið að meina með þessum akstri.Sagði hún bara verið á 30.En munurinn var sá að ég leit alltaf á GPS tækið, sem sýnir km hraða, en mælirinn á vélsleðanum sýnir mílur og fór hún eftir honum.Það var svo alveg frábært að sjá Jónínu renna sér niður hálsinn á Stiga.
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gummi þú veist að fáar konur skilja útskýringar ykkar á tækjum og mælum því þetta er allt svo auðvelt að það er aldrei sagt nema brot af því sem við þessar heilalausu konur þurfum að vita til að gera eins og þið meinið að við eigum að gera.........skil Jónínu vel að láta þig finna fyrir því hvernig er að ferðast með þeim sem er með þungan bensínfót loks þegar hún hafði nú völdin : )
Villa (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:22
það er notaður þumall vinstri handar.
Gummi Stigamaður (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 21:26
Oh ég hefði viljað sjá þetta ... gott hjá vinkonu minni ... þú hefur örugglega ekki sagt kílómetra og hefði ég líka valið mílurnar eins og hún
Herdís Sigurjónsdóttir, 24.3.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.