Það verður kalt á þeim sem fá að fara.

Nú loks er komið langa fríið.En það byrjaði ekki vel.Það var óskað eftir því að vinnubíllinn væri niðrí vinnu um páskan,ef ske kynni að þyrfti að nota hann.Þegar ég nálgaðist bæjinn áðan bjallaði ég í Jónínu og óskaði eftir því að hún næði í mig.Fór hún að tala um það að það væru einhver auka hljóð í bílnum og ljósin voru eitthvað farin að dofna.Opnaði ég húddið þegar hún kom og bað ég hana að drepa á vélinni,og með de samme hrundi rafallinn í sundur og bíllinn neitaði að fara í gang.Varð þá bara að taka Taxa heim og erum við svo heppin að Sjöfn er komin í sveitina og við höfum þá frjálsan aðgang af vespunni.Það er bara spurning hvor verður eftir heima,Kristjana eða Jónína,þegar á að halda norður í land á morgun,því vespan ber bara tvo.

Bára er komin í páskafrí og ætlar hún með danskri stelpu heim og dvelja hjá henni fram á sunnudag.Það á bara vel við hana að vera á heimavist og sér hún eftir því að hafa ekki sótt um allann vetur inn.En eins og flestir vita er það ekki hótun að senda börn á heimavist.Það á frekar að banna þeim það ef þau eru óþekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En rútan??

Villa (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 07:46

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Elsku karlinn minn ég hefði haft pláss fyrir ykkur öll í dag..... við hittum einmitt Sjöfn þegar við keyptum okkur ódýrustu borgarana á landinu í Staðaskála í dag, 640kr . Ég vona að þið getið fengið lánaðan aftanívagn í vespuna he he... sé ykkur alveg í anda á heiðinni ..... Jónas og fjölskylda hvað!

Kossar og knús til ykkar allra frá okkur hér á Sigló.

Herdís Sigurjónsdóttir, 20.3.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Magnússon

Höfundur

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon

Rómantískur bóndasonur sem leitar ævintýra vítt og breitt um landið

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kristjana og hjólið
  • Skálað í veislunni
  • Fall er fararheill
  • Ný gift
  • Dama að djúsa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband