27.9.2007 | 23:33
Allir á faraldsfæti og réttdræpir Borgfirðingar
Nú em helgina verður fjölskildan vítt og breitt um heiminn.Bára fer norður í Hjaltadal að hjálpa skagfirðingum að smala trippum,en allt í einu tendraðist áhugi að eltast við grasbíta þar sem stutt er í sveitaball.
Jónína er búinn að bíða síðan í vor að fara með LC konum til Montreal og versla neðanjarðar.Ekki skil ég pælinguna í því þar sem mér skilst að borgin sé ekki síðri ofanjarðar.
Ég,Sjöfn og Kristjana förum svo í Hrútafjörðinn að hreinsa óðalið af óæskilegu fé sem safnast hefur saman þar í sumar og koma því í skilarétt.Vonast ég bara eftir því að ær frá Arnarstapa á Mýrum hafi vilst norður,því stlíkir Borgfirðinar eru réttdræpir í Hrútó og þokkalegir til átu.
Um bloggið
Guðmundur Magnússon
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Laufskálarétt er náttúrulega engri lík og hvað þá böllin, en Bára hlítur að vera elta einhvern gæjann þó svo að pabbinn vilji kannski ekki viðurkenna það
Ella Ragnarsd (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.