Hvað er hægt að komast neðarlega.

Nú er allt að komast í fastar skorður í famelíunni eftir sumarið.Skólarnir farnir að hafa sín "eðlilegu" frí og fimleikaformúlan á fullu.Sú eina sem veit með hvaða félagi hún er að æfa með er Kristjana,hinar eru út um allann bæ að stunda fimleikana og eru líka að þjálfa,Sjöfn hjá Fylki og Bára hjá Ármanni.Það er fínt fyrir þær að nýta dauðatímann í það.

Sjöfn er strax farinn að stunda félaglífið í Kvennó og er farið að velja hana til starfa innan þess.Var hún kosinn varabekkjafulltrúi í fyrsta bekk.Segir hún að neðar c ekki hægt að komast í félagslífinu,nema þá bara varavarabekkjfulltrúi.

01/09 sl. birjaði ég aftur á fóðurbílnum eftir að hafa verði 7 vikur að dreifa hveiti til bakara.Eru viðbrigði að fara að malbikuðu stæðunum við bakaríin og í fjóshaugana vítt og breitt um landið.Ég spyr mig oft að því hvar heilbrigðiseftirlitið er ganvart bændum sem eru víst að framleiða matvæli.


Við makarnir mætum

Það var haft samband við mig símleiðis og ég inntur eftir því afhverju engar færslur væru á síðuna.Þannig er nú málum farið að ekki nenni ég að blogga ef það er hægt að gera eitthvað annað og svo loks þegar ég hafði ekkert annað að gera þá dó Dellinn og er hann nú að fara í aðhliðningu.

Jónína er nú búinn í sumarfrí og farinn að vinna í Rafmiðlun,en hún var þar í viku áður en hún fór í frí.Þegar hún mætti kom í ljós að allir á skrifstofunni voru í frí út þessa viku og hefur hún því nægan tíma til að koma sér inní starfið.Hún og Kristjana voru tvær vikur í sveitinni og átti ég að vera einn heima á meðan,en eitthvað klikkaði það þar sem ég svaf bara þrjár nætur fyrir sunnan þessa daga.Það er nefnilega ekki svo langt úr Hrútó til Reykjavíkur.

Um helgina er komið að Reykjaskólamótinu sem við Jónína förum á og var mælst til að hafa ekki makann með,en við ætlum samt með hvort öðru.Þar verðum við að vísu í flugumynd þar sem við förum á Sigló á laugardeginum með Lilju tengdamömmu og leggjum hana til hvílu hjá Kristjáni.


Ekki flýta sér.

Svo endist hjónabandið lengur ef aðdragandinn er nægilega langur.Kvet ég fólk að hugsa sinn gang fyrstu daga sambanda.
mbl.is Fyrsta hjónaband endist best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá bændum til bakara.

Nú er komið hlé á sumarfríinu hjá mér í bili,en Jónína verður í frí fram yfir verslunarmannahelgi.Mér var boðið rólegra starf svona fyrst eftir fríið,þar sem ég er búinn að taka því svo rólega undanfarið.Er ég nú að flakka á milli bakara og pizzustaða á höfuðborgarsvæðinu með hveiti.Starfið felst nú aðalega í því að aka milli Sundahafnar og upp í Myllu í Skeifunni,náði 25 km. í dag.En þetta verður vonandi til þess að ég verði meira heima næstu 6 vikurnar.

Frumburðurinn er 18 ára í dag og hélt hún uppá daginn á hóteli norður í landi.


Kominn suður fyrir hníf og gaffal.

Nú erum við Jónína og Kristjana komin í sveitina á leið heim eftir ættarmót í Ófeigsfirði.Við fórum þangað sl. fimtudag og vorum með fyrstu mótsgestum.En ekki þau fyrstu.Mótið gekk bara með besta móti og voru um 300 mans mættir á svæðið.Afkomendur erum komnir á 12.hundrað og er þá verið að tala um einungis 25 % af pakkanum.Veðrið var eins og mátti búast á ströndum,sól og 20 stiga hiti á laugardaginnn,en láskýjað hina dagana.

Í Ófeigfirði hitti ég fyrrum vinnufélaga sem var að koma úr gönguferð af ströndum og hafði hann 1 dag til að koma sér til Ísafjarðar,því þá ætti næsta 10 daga ferð um Hornstrandi að hefjast.Þetta hefur hann gert í tugi ára,því að 10 daga ferðir henta honum ekki, bara 20.

Í dag er ferðinni heitið til Reykjavíkur til þess að taka til þar sem frumburðurinn er að koma heim eftir "nám" erlendis.Frumburðurinn mun ekki staldra við lengi heimavið þar sem fé á reikningi hennar er allt uppurið og mun hún dvelja við vinnu norðan heiða þar til hún sér tilkynningu í Mogganum hvenær MH byrjar.


Erum komin til høfudborgarinnar

Nu erum vid komin til koben eftir ad hafa nad i Baru i haskolann.Utskriftin gekk vel og voru haskolanemendur latnir thrifa skolann sidustu dagana , en tad var mikid verk tar sem buid var ad reka marga.Skipst hefur a skurir i ferdinni en er turt nuna.Verdum i Køben fram a manudagskvøld og verdum komin heim um midnætti

Er Sjöfn á leið í Húsmæðraskóla

Uppþvottavélin vakti okkur hér í Rauðhömrunum kl:8 30 í morgun.Ég hafði eitthvað klikkað á tímasetningunni í gærkveldi,en vélin átti að klára 9 30.En úr því að maður var vaknaður var ekki annað hægt að gera en að skreppa í smá hjólatúr.Stefnan var tekin í Krísuvík.Hverarsvæðið skoðað,fór svo niðrað Krísuvíkurbjargi,en þar var allt með kyrrum kjörum og lífið í bjarginu var með rólegra móti.Dólaði svo til Grindavíkur og hitti þar Svan fuglabónda.Þetta er ekki grín,hann heitir Svanur.Á leiðinni til baka kíkti ég við hjá Dodda hennar Rebekku hans Jóels(Doddi er semsagt tengdasonur Jóels bróðir Jónínu).Hann er að gera upp íbúðina sem þau eiga í Hafnarfirði.Þau höfðu haft samband við mig um daginn og báðu um smá aðstoð við að rífa íbúðina og hjálpaði ég þeim smá dagpart.En þegar ég kom inn í íbúðina í dag gat ég ekki betur séð að veggirnir sem ég hafði verið látinn rífa væru komnir á sinn stað aftur og flaug í gegn um huga minn hvort ég hefði rifið vitlausa veggi.Doddi gerði bara gott úr þessu og sagðist vera farinn að kannast við mig og reiknaði með þessu í verkinu.

Seinni partinn var farið í bæjinn að versla gasblöðru og hitta fólk.

Sjöfn er að fara í húsmæðraskóla í haust.En hér á árum áður hélt ég alltaf að Kvennaskólinn væri húsmæðraskóli.Við vorum að gantast með það að það hefði verið gott á hana að fá inní í Versló, en hún var með Versló í fjórða til vara.

Jónína er kominn í sumarfrí eftir eina vinnuviku í nýju vinnunni og fer ekki að vinna fyr en eftir verslunnarmannahelgi.Mæðgurnar hafa nú bara tvo daga til að pakka fyrir Danmerkurferðina.Bára sendi Sjöfn sms í morgun og bað hana um að pakka sem minstu niður,því hún ætlaði að lána henni föt með þeim skilirðum að Sjöfn kæmi þeim heim.


Cillað við lókalinn

Nú erum við búin að fara fyrstu útileguna á þessu sumri.Var ferðinni heitið í átt að Laugarvatni og var tjaldað í landi Miðdals,á taldstæði bókagerðamanna.Við vorum kominn á svæðið um kl:21 og var þar fyrir fyrverandi finnufélagi Jónínu.Einnig voru þar urmull af skorkvikindum sem aldrei séð okkur fyr.Gekk vel að tjalda og eftir það var loks hægt að fá sér malt.Eftir nokkra malt var farið að sofa um kl:01. Laugardagurinn tók glaðlegur við okkur og var sól og 20 til 30 stiga hiti allann daginn.Um hádegi var áhveðið að sækja heim fjallið Hestfjall og traðka aðeins á því.Ókum við að bænum _____ og þaðan var gengið á fjallið.Er þetta auðveld ganga,rétt rúmur klukkutími upp og var ekki ský á himni og þar af leiðandi skyggnið eftir því.Annan eins ruslahaug eins og í hringum bæinn ______ höfðum við ekki séð.Öll tæki sem hafa verið versluð frá aldarmótunum 1900 voru enn til staðar vítt og breitt um landareignina.Vandamálin sem borgarstjórinn í Súðavík er að brasa við inní Djúpi er barnaleikur í samanburði við þetta.Við lentum í því í fyrra að versla bók um 151 gönguleiðir á fjöll og erum við Jónína og Kristjana farin að safna fjöllum,eru samt VEL á annað hundrað eftir.

Eftir gönguna var farið í kaffi að Sólheimum og síðan í sund á Laugarvatni.Það var notalegt að grilla í sólskýninu og drekka malt á með míið át okkur í gærkveldi.Nú erum við eins og stungnir grísir með allt að 10 bit hver.

Þegar við vöknuðum í morgunn var vagninn farinn að leka,það var nefnilega súld í nótt,það runnu á mig tvær grímur þar sem ég hafði spreiað hann með silikoni um síðustu helgi.Þá kom í ljós að það er ekki nóg að lesa á brúsann þegar vagninn er farinn að leka.Því á brúsanum stóð skírum stöfum að um silikonsmurningu væri að ræða og átti regnvatnið greiða leið að íbúum vagnsins svo ekki var þörf á að fara úr bæli til að velta sér upp úr dögginni.

En á meðan vaginn var að þorna var bara eitt að gera.Fórum við bara að cilla við lókalinn og enduðum við í kaffi hjá bóndanum í Skálholti.Það er nefnilega svo hel..... gott að vera í þessu starfi sem ég er í.Maður þekkir alltaf einhvern sem bíður manni í mat eða kaffi.

 


Getur ógift kona orðið ekkja?

Fólk hefur verið að spekulera í því afhveru það er mynd af mótorhjóli með myndum úr giftingunni.Það er nú bara þannig að ég hafði verið fyrir þvílíkum þrýstingi að koma mér í hnapphelduna að það var allt notað á mig.Þið skuluð ekki halda það að ég hafi verið eitthvað hræddur við að kvænast Jónínu,heldur var það að fynna tíma.En ég hef lagt það í vana minn að láta það bíða sem má bíða og þetta mál komst aldrei á topp fimm fyr en í mars sl. þegar málið fór í fyrsta sæti bara kvist bang búmm.Ég ljáði mál á því heima að vegna anna og snjóleysis,gæti ég ekkert notað sleðann og væri að íhuga að fá mér mótorhjól.Var það gripið með de samme hjá Jónínu og samþykkti hún það með því skilirði að ég hjólaði ekkert fyr en við værum gift.Því ógift gæti hún ekki orðið ekkjaW00t.En það var trúin á mínu aksturslagi.En með þetta samþykki fór ég og pantaði hjól og sagði að það lagi ekkert á.En viti menn, rétt fyrir páska datt ég um þetta fína hjól,eins og ég pantaði,verslaði það og hefur það staðið inní skúr og var ekki hreift fyr en 31 maí sl.Það skal tekið fram að ég fékk að velja daginn og þó svo að hjólið hefði staðið í einhverjar vikur þá valdi ég dag sem á ekki vera hægt að gleyma.Jónína á nefnileg afmæli þann 30 og það ætti að vera farið að síast inní mig eftir 26 ár í sambúð.

En brúðkaupsdagurinn var bara frábær.Við fórum til fógeta og var það mun formlegra en ég hafði reiknað með.Kristjana sagði að þetta hafði ekki verið ekta,því það var ekki í kirkju.Svo fórum við á Sögu og borðuðum það og gistum um nóttina.Sjöfn fanst alveg frábært að rölta bara yfir götuna til að fara í 10 bíó.

Svo erum við á leiðinni til Danmerkur á foreldradag í skólanum hjá Báru og verður afrakstur vetrarins sýndur þar.Það hefur verið upplifelsi hjá henni að kynnast heimavistaskóla og að komast að því að trúleg hefur hún sótt um vitlausann skóla.Þegar hún fór að kynnast krökkunum kom í ljós að dönsku krakkarnir höfðu allir verið sendir í þennann skóla vegna ýmissa mála,misnotkunnar,eitrulyfjaneislu,rekinn að heimann eða bara eitthvað annað.Fanst þeim undarlegt að hún hafi viljug sótt um.En það verður gaman að koma út að hitta nýju vinina hannar.Eða þá sem er ekki búið að vísa úr skólanum.Frown


Strembið að sjósetja landflutningana.

Þetta er nú ekki alveg svona einfalt eins og Möllerinn heldur.Eins og staðan er í dag,eru verslanir úti á landi ekki með neinn lager og stóla á það sem er pantað í dag verði komið í hillur verslana fyrir hádegi næsta dag.Ef einhverjum bónda vantar eitt búnt af ein sex,þá fer hann ekki í kaupfélagið og sækir það.Það þarf að panta það og það kemur með bílnum á morgunn.Það er nú bara þannig að "skipin" eru komin á vegina og það er erfitt á sjóseta þau aftur.
mbl.is Strandsiglingar skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Magnússon

Höfundur

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon

Rómantískur bóndasonur sem leitar ævintýra vítt og breitt um landið

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kristjana og hjólið
  • Skálað í veislunni
  • Fall er fararheill
  • Ný gift
  • Dama að djúsa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 317

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband