deCODE á eftir að borga Icsave.

Það stefnir í allt að það verði deCODE sem heldur okkur íslendingum á floti á meðan við erum að greiða okkar skuldir.Það kemur að því að gengið verði eitthvað í þá veru sem maður verslaði á á sínum tíma og væri gaman að fá að lifa þá tíma.En miðað við hraðan á genginu uppávið,þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því.


mbl.is DeCode hækkaði um 33%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Veit ekki um það Guðmundur, en ég hef aldrei misst trúna á þessu fyrirbæri "íslensk erfðagreining", þetta var og er einn af vonarsprotum framtíðar, þar sem sérstaða, fólksfæð og einangrun ásamt ótrúlega ítarlegri skrásetningu ættartengsla, gæti orðið til þess að hægt verði að uppgötva lyf og varnir við erfðasjúkdómum. 

Síðan var því lofað, að öll lyf sem framleidd yrðu vegna "gagnagrunnsins" yrðu ókeypis fyrir Íslendinga.

Ég trúi því enn að "stór uppgötvun" verði gerð.  Þá verður um að gera að missa sig ekki í græðgisrugli. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.6.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég er sammála ykkur, Jenný Stefanía og Guðmundur, þetta er allt á réttri leið, "hægur bati er góður bati". Það voru gömlu ríkisbankarnir okkar, sem bröskuðu með DeCode á síðustu árum nýliðinnar aldar og féflettu margt fólk, eins og menn muna. Það var ljótur leikur.

DeCode Genetics er með mörg spennandi verkefni í sinni deiglu og önnur í samvinnu við önnur fyrirtæki á sviði líftækni, efnafræði og sameindalíffræði o.fl. Þannig eru miklar líkur eru á, að fleiri uppgötvanir líti dagsins ljós. Ein slík getur skipt sköpum, ekki satt ?

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.6.2009 kl. 06:20

3 identicon

Ég hef alltaf vonað að Eyjólfur hressist, þótt ekki eigi ég hlutabréf í DeCode. Mér fannst miður, hvernig sumir öfundarmenn Kára innan læknastéttarinnar rökkuðu niður snilldarhugmyndir hans og tókst að bregða að nokkru leyti fæti fyrir hann. Ég veit samt, að hann átti og á marga velvildarmenn innan sömu stéttar. En öfundin lætur ekki að sér hæða! Mér fannst reyndar Kári fullbjartsýnn að búast við að DeCode gæti orðið lyfjarisi. Til þess að koma lyfjum á markað þarf mikið af þolinmóðu fjármagni, því tímafaktorinn er þannig vaxinn þegar ný lyf eru prófuð og sótt um leyfi fyrir þeim. En alls kyns genapróf eru komin á markað og farin að skila tekjum. Guð láti gott á vita.

S.Á. (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 09:38

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Svipuð saga hér, ég á reyndar nokkur hlutabréf í DeCode og fæ þau seint eða aldrei ávöxtuð skv. væntingum ! Það er bara þannig, að kaupi maður hlutabréf, þá tekur maður alltaf áhættu. Maður verður að vera viðbúinn því að tapa öllu eða meginhluta fjárins.

Ég ber engann kala til DeCode, þvert á móti vil ég sjá það braggast og eflast, því að það eflir þjóðarhag.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 3.7.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Magnússon

Höfundur

Guðmundur Magnússon
Guðmundur Magnússon

Rómantískur bóndasonur sem leitar ævintýra vítt og breitt um landið

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kristjana og hjólið
  • Skálað í veislunni
  • Fall er fararheill
  • Ný gift
  • Dama að djúsa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 238

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband